Skip to main content

Forstillingar skjalasendingar

Forstillingar skjalasendingar (e. Document Sending Profiles) skilgreina hvernig Business Central meðhöndlar sendingu reikninga og pantana. Með því að nota þessa virkni þurfa notendur ekki að velja hvernig á að senda skjölin í hvert sinn.

Hákon Davíð Halldórsson avatar
Written by Hákon Davíð Halldórsson
Updated over 3 months ago

Forstillingar í eMessaging

Þegar eMessaging er sett upp verður til "COURIERPEPPOL" forstilling í Business Central. Hægt er að finna þetta með að slá "Forstillingar skjalasendingar" inn í leit.


Hvað gerir forstillingin?

Forstillingin tilgreinir að reikningar og pantanir fyrir viðkomandi viðskiptamenn og/eða lánadrottna eigi að sendast rafrænt og á tilgreindu skjalasniði PEPPOL BIS3.

Forstilling skjalasendinga

Skjölin eru þá send sjálfkrafa á skeytamiðlarann sem lausnin er tengd við með skírteininu sem var lesið inn í uppsetningu.


Hvað ef viðtakandi getur ekki tekið við rafrænum reikningum og/eða pöntunum

Lausnin reynir alltaf að senda rafrænan reikning fyrst og ef það tekst ekki er PDF afrit sent með tölvupósti á netfangið sem er skráð á viðskiptamanna- eða lánadrottna spjaldinu. Þannig þarf notandinn sjálfur ekki að vega og meta hverju sinni hvað viðtakandinn getur tekið á móti eða vera með mismunandi forstillingar fyrir mismunandi viðskiptamenn og/eða lánadrottna.

Did this answer your question?