Forstillingar í eMessaging
Þegar eMessaging er sett upp verður til "COURIERPEPPOL" forstilling í Business Central. Hægt er að finna þetta með að slá "Forstillingar skjalasendingar" inn í leit.
Hvað gerir forstillingin?
Forstillingin tilgreinir að reikningar og pantanir fyrir viðkomandi viðskiptamenn og/eða lánadrottna eigi að sendast rafrænt og á tilgreindu skjalasniði PEPPOL BIS3.
Skjölin eru þá send sjálfkrafa á skeytamiðlarann sem lausnin er tengd við með skírteininu sem var lesið inn í uppsetningu.
Hvað ef viðtakandi getur ekki tekið við rafrænum reikningum og/eða pöntunum
Lausnin reynir alltaf að senda rafrænan reikning fyrst og ef það tekst ekki er PDF afrit sent með tölvupósti á netfangið sem er skráð á viðskiptamanna- eða lánadrottna spjaldinu. Þannig þarf notandinn sjálfur ekki að vega og meta hverju sinni hvað viðtakandinn getur tekið á móti eða vera með mismunandi forstillingar fyrir mismunandi viðskiptamenn og/eða lánadrottna.

