Á þjónustuvef Centara er möguleiki að setja upptenging við Stafrænt pósthólf sjálft. Hins vegar er þetta yfirleitt gert af starfsfólki Centara.
Tengsl stafræn pósthólfs
Þegar farið í þjónustuvef Centara getur fólk með aðgang að stafrænu pósthólfi, séð á hlið vefsins Stafrænt Pósthólf. Þar kemur upp þessi stillingarsíða undir Tengsl
Þegar sótt er um aðgang hjá stafrænu pósthólfi er byrjað á því að fá svo kallað slug frá Centara. Slóðin verður þá https://api.centara.com/api/document/Island.is/<slug> - þetta er svo notað til að fylla inn upplýsingar hér að neðan í samstarfi við stafrænt pósthólf.
Reitur | Lýsing |
Client Id | Þetta gildi er fengið frá Stafrænu pósthólfi |
Client Secret | Lykilorð sem er geymt dulkóðað geymt frá stafrænu pósthólfi |
Inbound Scope | Þetta er gildi sem er fengið frá stafrænu pósthólfi og er yfirleitt |
Audience |
Aðrar stillingar
Þessar stillingar gilda um Vörpun, þetta á við þegar kerfið er notað til að smíða lýsinguna sem er send í stafrænt pósthólf Island.is. Þannig getur titilinn til dæmis orðið Reikningur SR-1234, vegna þess að ákveðin skjalategund er send eð ákveðin viðskiptareikningur er notaður.
Senda aðeins varpaðar skjalagerðir
Það sem gerist hér, er að ef það er ekki til vörpun fyrir viðskiptareikningi sem er verið að reyna senda að þá sendist ekki skjalið eða reikningurinn sem er verið að reyna senda.
Forgangur viðskiptareikninga
Kerfið gengur út frá því að skjalatýpur hafi meiri forgang enn viðskiptareikningar. Hins vegar ef að kerfið sé sett upp á þann máta að það sé til stýring sem er viðskiptareikningur og lýsing á að afritast á þau skjöl, burt séð frá skjalatýpu. Og þá getur verið til sjálfgefin stilling fyrir Týpu.
Þannig hefur viðskiptareikningurinn hærri forgang heldur enn skjalatýpan.
Gerð vörpunar
Kerfið getur varpað gögnum eftir stillingum í kerfum sem eru að senda í gegnum það. Það getur verið yfir API í gegnum Business Central eða önnur gögn. Mörg sveitarfélög vinna með Viðskiptareikninga í Business Central og þess vegna er sérstakur stuðningur við það
Yfirlit
Stofna nýja vörpun
Þegar við stofnum nýja vörpun þá fáum við upp þennan glugga. Það er nauðsynlegt að velja flokkinn til að senda á Island.is, það er flokkurinn sem er valinn á Island.is.
Möguleiki er að setja inn gildi fyrir viðskiptareikning og þá á þetta eingöngu við um þennan ákveðna viðskiptareikning, annars á það við um allt.
Þegar Heiti efnis er sett inn þá er möguleiki að nota %s til þess að skipta út texta. Þannig má setja til dæmis Reikningur %s og þá myndast Reikningur og svo reikningsnúmer.
Geymsla
Mögulegt er að geyma öll gögnin í sínum eigin Storage Account til þess að lækka kostnað og tryggja gögn séu í umhverfi viðskiptavinar.
Farið er í flipann Geymsla til að stilla og svo bæta við geymslu.
Þá kemur upp þessi hér gluggi.
Heiti dálks | Lýsing |
Heiti skilgreiningar | Þetta er heiti svo þú munir eftir þessu seinna. |
Tegund geymslu | Azure, AWS, local - eru gildin sem er mögulegt að velja. Azure þýðir Azure Storage Account, AWS þýðir S3 Bucket í AWS og svo local eða er minio geymslur sem er mögulegt að hýsa í eigin gagnaverum. |
Nafn reiknings | Hér skal setja inni heiti Storage Account í Azure |
Lykill reiknings | Hér skal setja upp Storage Account Keyinn í Azure. Þegar það er verið að skipta um lykil er gott að setja hér fyrst lykil 1 og svo fara í lykil 2. |
Nafn gáms | Heiti Blob Containers sem á að tengja við |
Sérsniðið lén | Ef stillt hefur verið sérsniðið lén í Azure, þarf að setja það inn. Ef það er ekki SSL skírteini bundið sérsniða lénið, mun þetta ekki virka. |





