Skip to main content

Vinnsluraðir til að sækja og senda skjöl

Í Business Central eru vinnsluraðir ( e. Job Queues ) sem framkvæma fyrirfram skilgreindar aðgerðir á fyrirfram skilgreindum tíma. eMessaging nýtir verkraðir til sækja og senda rafræn skjöl án aðkomu notenda.

Hákon Davíð Halldórsson avatar
Written by Hákon Davíð Halldórsson
Updated over 3 months ago

Áður en þú byrjar


Virkja sjálfvirka sendingu og móttöku

Ef álfur hefur verið keyrður getur verið að það sé nú þegar búið að virkja sjálfvirka sendingu og móttöku en til þess að vinnsluraðirnar virki er nauðsynlegt að þetta sé virk eins og kemur fram á myndinni hér að neðan:

Centara Grunnur

Ábending til ráðgjafa: Ráðgjafar sem tengjast við umhverfi viðskiptavina í gegnum Partner Center eru svokallaðar "Delegated Admins".
Microsoft leyfir þeim ekki að keyra verkraðir og ráðgjafar verða því að fá notanda hjá viðskiptavini til að virkja "Sækja skjöl sjálfkrafa" og "Senda Skjöl Sjálfkrafa".


Vinnsluraðir í eMessaging

Þegar eMessaging er sett upp verða til tvær vinnsluraðir sem þarf að fylgjast með í Business Central. Til þess að skoða vinnsluraðalista er best að opna leit og slá inn "Vinnsluraðafærslur"

  • Vinnsluröð 10058490 sér um að sækja og senda skjöl sjálfkrafa. Ef ný skjöl eru ekki að berast inn í eMessaging er mikilvægt að kanna hvort þessi vinnsluröð sé ekki örugglega með stöðuna "Tilbúið".

  • Vinnsluröð 10058621 sækir stöður á skjölum til skeytamiðlara og uppfærir þær í eMessaging. Þannig er hægt að fylgjast með stöðu reikninga og pantana án þess að þurfa að fara í annað kerfi. Ef stöður eru ekki að uppfærast þarf að kanna hvort þessi vinnsluröð sé ekki örugglega með stöðuna "Tilbúið".


Fylgst með verkröðum

Vinnsluraðir í Business Central eiga það til að stöðvast. Þegar það gerist hættir kerfið að framkvæma þær aðgerðir sem hafa verið skilgreindar, með tilfallandi óþægindum fyrir fyrirtæki. Til þess að lágmarka áhrifin sem geta hlotist af er mælum við með eftirfarandi:

  • Vera með fyrirfram tilgreinda notendur sem keyra verkraðir

    • Ef þessir notendur láta af störfum þarf að tilgreina nýja og láta þau keyra vinnsluraðirnar

    • Ef þessir notendur fara í frí er gott að láta aðra notendur taka við keyrslum

  • Vera með vel skilgreindar boðleiðir fyrir notendur til þess að láta vita ef reikningar og/eða pantanir eru ekki að birtast

Það er einfalt að kanna stöðuna á vinnsluröðum. Til þess að skoða vinnsluraðalista er best að opna leit og slá inn "Vinnsluraðafærslur".

Vinnsluraðafærslur


Endurræsing verkraða

Ef önnur ofangreindra vinnsluraða er ekki í stöðunni "Tilbúið" þarf að smella á hana og breyta stöðunni svo hún keyri aftur. Í einhverjum tilfellum gæti þurft að endurræsa röðina.

Did this answer your question?