Skip to main content

Uppsetning á eMessaging

Rétt uppsetning er nauðsynleg til þess að eMessaging lausnin nýtist fyrirtækjum . Í þessari grein förum við yfir fyrstu uppsetningu.

Hákon Davíð Halldórsson avatar
Written by Hákon Davíð Halldórsson
Updated over 3 months ago

Áður en þú byrjar


Uppsetningar álfur (Setup Wizard)

Þegar eMessaging viðbætur hafa verið lesnar inn í Business Central birtast skilaboð efst á vinnuborði þar sem er boðið upp á að keyra álf fyrir uppsetningu á kerfinu.

Álfurinn keyrist þegar smellt er á hlekkinn í skilaboðunum en einnig er hægt að nálgast hann undir "Uppsetning með hjálp" í stillingavalmyndinni.

Við mælum með því að byrja á því að keyra álfinn og lesa vel leiðbeiningarnar um uppsetningu með álfi á meðan það er farið í gegn um hann.


Yfirferð og Ítarlegri stillingar

Þegar álfurinn hefur verið keyrður er gott að fara yfir helstu stillingar sem eru til staðar og kynnast hvar ýmis virkni og hegðun er stillt. Bæði gæti verið að það þurfi að breyta stillingum til þess að ná fram væntri virkni strax og eins er gott að þekkja hvaða möguleikar eru til staðar í lausninni sem gætu nýst síðar.

Best er að fara í gegn um þessar stillingar með Hlutverkið "Centara skjöl" stillt.

Centara uppsetning

Með því að fara í opna leit og slá inn "Centara Uppsetning" má finna og opna glugga með ítarlegri stillingum fyrir eMessaging. Gott er að fara yfir stillingarnar þar og best að lesa​ nánari upplýsingar um Centara Uppsetningu áður en lengra er haldið.


Sölugrunnur

Ef fyrirtækið er að senda frá sér rafræna reikninga þarf að opna "Sölugrunn" og fara yfir stillingar þar. Við mælum með að lesa nánari upplýsingar um Sölugrunn áður en lengra er haldið.


Innkaupagrunnur

Ef fyrirtækið er taka á móti reikningum eða bóka Í birgðir þarf að opna "Innkaupagrunn og fara yfir stillingar þar. Við mælum þá með að lesa nánari upplýsingar um Innkaupagrunn áður en það er farið í næsta skref.


Forstillingar skjalasendingar

"Forstillingar skjalasendingar" skilgreina hvernig lausnin meðhöndlar sendingu sölu- og pöntunarskjala, svo að notendur þurfa ekki velja sendingar aðferð í hvert sinn sem reikningur er sendur. Í uppsetningu á eMessaging verður til forstilling sem verður sjálfgefin fyrir alla viðskiptamenn og lánadrottna sem eru ekki með forstillingu fyrir. Ef það þarf að


Vinnsluraðir

Í Business Central eru vinnsluraðir ( e. Job Queues ) sem framkvæma fyrirfram skilgreindar aðgerðir á fyrirfram skilgreindum tíma. eMessaging nýtir verkraðir til sækja og senda rafræn skjöl án aðkomu notenda.

Til þess að eMessaging geti sent og tekið á móti skjölum sjálfkrafa þarf að gæta þess að lausnin sé stillt rétt og að vinnsluraðir keyri. Við mælum með að lesa lesa nánar um vinnslurraðir og ganga í skugga um að hvort tveggja sé í lagi áður en uppsetningu er lokið.


Mælieiningar

PEPPOL staðallinn gerir kröfu um að alþjóðlegar mælieiningar séu notaðar í reikningum. Þetta hefur ekki verið krafa í eldri stöðlum sem eru nú á útleið og algengt að það eigi eftir að stofna þær.

Það er nauðsynlegt að lesa nánar um mælieingingar og stofna viðeigandi kóta í kerfinu áður en uppsetningu er lokið


Næstu skref

Þegar uppsetningu er lokið er hægt að fara að nota eMessaging. Við höfum tekið saman nokkrar greinar til þess að hjálpa notendum að stíga fyrstu skrefin:

  • Hér kemur listi

Did this answer your question?