Skip to main content

Stofna Azure Storage Account

Aðilar sem eru að nota stafrænt pósthólf lausn Centara, geta notfært sér lausnir eins og Amazon S3 eða Azure Storage Account til að geyma gögnin.

D
Written by David Fannar Gunnarsson
Updated over 3 months ago

Azure Storage Account

Til að geta notað Stafrænt Pósthólf lausn Centara, þá er möguleiki að nota sína eigin hýsingu á gögnum. Það tryggir að Sveitarfélög á öll gögn sem lausnin framkvæmir.

Hægt er að tengja Google Cloud Files, Amazon S3 og svo Azure Storage Accounts. Hér verður lýst hvernig Storage Account er stofnaður

Uppsetning á Azure storage fyrir stafrænt pósthólf

Leitað er í Azure að Storage Account

Smellt er á Create

Þá er farið og valin er viðeigandi Azure Subscription

Stofna eða valið er Resource Group

Það þarf að fylla út

Storage account Name: Þetta er nafnið á storage account sem skal setja

Region: Sweden Central ( - hér má velja annað, enn þetta er í Svíþjóð og hentar vel )

Primary service: Azure Blob Storage

Performance: Standard

Redundancy: Geo-Redundant Storage ( GRS ) - ef valið er Geo-Redundant Storage, þá heldur Microsoft afrit af gögnum á meira enn einum stað.

Og smá velja Review + Create

Þegar þessu er lokið og stofnun er lokið þá er valið View Resource þá opnast þessi hér síða.

Öryggi

Viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvef Centara þar sem þau geta sjálf skipt um svo kallaða Access Lykla í umhverfinu. Microsoft veitir tvo lykla sem hægt er að rotatea.

Möguleiki er til að bæta öryggi að skapa traust á milli okkar tenants og ykkar tenants enn það er aukalega uppsetning.

Uppsetning á Access Keys

Við höldum áfram þar sem við síðast fórum af stað eða erum í okkar Storage Account.

Valið er Security + networking.

Og svo Access Keys

Þá opnast þessi hér gluggi. Hér eru tveir lyklar Key 1 og Key 2. Hægt er að rotatea lyklunum sem getur aukið öryggi og þá er lyklunum breytt reglulega og verið er að víxla á milli lyklana. Hér er búist við að þetta sé fyrsta uppsetning og Key 1 er valið

Smellt er á show og svo er smellt á Copy Iconið

Þessi strengur er svo sendur til okkar. Það má nýta sér lausnir eins og onetimesecret til að deila þessu.

https://eu.onetimesecret.com eða möguleiki er að fara á þjónustu vef Centara og setja hann inn beint.

Blob Container

Til að kerfið virki, þarf líka að stofna Blob Container. Hann er stofnaður með því að fara í Storage browser inní Storage Accountinum

Þá opnast ný valmynd og þar er valið Blob containers

Þá opnast ein valmynd í viðbót og þar er valið New

Þar er sett inn nafn á blobContainer ( það þarf að deila því með okkur ). Passið að Anonymous access level verður að vera Private

Did this answer your question?