Skip to main content

Centara uppsetning

Í Centara uppsetningu má finna flestar grunnstillingar fyrir Centara eMessaging.

Hákon Davíð Halldórsson avatar
Written by Hákon Davíð Halldórsson
Updated over 3 months ago

Áður en þú byrjar

  • Gangtu í skugga um að hlutverkið í þínum stillingum sé "Centara Documents" - Nánar um hlutverk í eMessaging.

  • Farðu í leitina og sláðu inn "Centara Uppsetning"

  • Ef þú ert að setja lausnina upp í fyrsta skipti og varst að klára álfinn skaltu smella hér

  • Horfðu á myndbandið:


Stillingar í Centara Uppsetningu

Grunn uppsetning

Aðgerð

Lýsing á aðgerð

Hvenær á þetta að við?

Auðkenni fyrir móttöku

Þetta er auðkenni sem er notað þegar skjöl eru sótt frá Centara skeytamiðlara. Það má skilja þetta tómt ef það er verið að vinna með eitt félag sem móttekur öll skeytin á þessu skilríki. Annars er sett inn til dæmis kennitala. Ef það séu mörg auðkenni, má skilja það að með ,. Til dæmis 0196:123456789,0088:5690000000000

Yfirskrifa auðkenni sendra skilaboða

Ef gildi er sett inn þá er auðkenni sendanda yfirskrifað með þessu gildi.

Skilríki

Ef hakið er á þá eru skilríki uppsett til að geta sent og móttekið skjöl frá Skeytamiðlara. Skírteini er hægt að setja upp í álfi og einnig í gegnum Aðgerðir-Hlaða upp skírteini.

Innihald skilríkis

Hér má sjá innihald skilríkis, þetta segir til dæmis um hvort að rétt skilríki sé lesið inn í umhverfið.

Skilríki gilt til

Hér má sjá hvenær skilríkið rennur út. Þegar skilríkið rennur út, þá er það annað hvort endurnýjað sjálfkrafa eða þá að nýtt er lesið inn.

Sækja skjöl sjálfkrafa

Ef valið þá mun stofnast verkröð sem sækir skilaboð sjálfkrafa frá skeytamiðlara. Notandi verður að virkja verkröðina sjálfur undir Verkraðafærslur

Senda skjöl sjálfkrafa

Ef hakað er í að Senda skjöl sjálfkrafa, þá mun kerfið sjálfkrafa senda öll skjöl yfir á skeytamiðlara. Ef kerfið er eingöngu notað fyrir móttöku þá má sleppa þessu

Stærð PDF skoðara

Hér má stilla stærð PDF skoðara í pixlum. Þetta gildir fyrir alla notendur. Ef þetta er ekki valið ,er stærð aðlöguð.

Tungumál PDF skoðara

Hér má stilla í hvaða tungumáli PDFin koma.

Virkja ytri viðhengi

Ef valið þá eru öll viðhengi úr "Document Attachment" töflunni færð yfir í utanaðkomandi geymslu(Azure storage) í stað að geyma þau í Business central. Hægt er að keyra öll viðhengi yfir í utanaðkomandi geymslu í Aðgerðir-Færa öll skjalaviðhengi í Centara

Virkja ítarlegt bókunarsniðmát

Fylla sjálfkrafa út kennitölu

Í nýrri útgáfum af Business Central er notast við sérstakan kennitölu reit. Ef fyrirtæki er vön því að nota kennitölu sem nr viðskiptavinar, þá afritað þessi aðgerð Nr viðskiptavinar ( án bils ) yfir í Kennitölu reitinn.

Sannreyna kennitölu

Þegar hakar er við sannreyna kennitölu þá er athugað hvort að kennitala sé á réttu formi þegar hún er slegin inní BC. Ef notast er við margar týpur skal ekki haka hér við.


Önnur uppsetning

Aðgerð

Lýsing á aðgerð

Hvenær á þetta við?

Nota gjaldmiðil af skjali

Ef virkjað þá er gjaldmiðilskóti af rafrænu skjali alltaf settur inná sölupöntun/innkaupaskjal þótt gjaldmiðill sé sá sami og er uppsettur í Fjárhagsgrunni.

Sjálfgefinn landakóti

Ef landakóta vantar á Lánardr. eða viðskiptamenn þá er valinn landakóti notaður.


Birgðir

Aðgerð

Lýsing á aðgerð

Hvenær á þetta við?

Leita eftir vörunúmer seljanda

Ef virkjað þá er vörunúmer seljanda notað til að leita að vöru með sama vörunúmer í Business Central. Notist aðeins ef vörunúmer í Business central og vörunúmer seljanda séu þau sömu.

Samstilla vörubirgðir

Samræmir birgðir á milli Business Central og Shopify/WooCommerce í gegnum tengla.

Kóti birgðageymslu

Birgðageymsla sem á að nota við samstillingu birgða.


Samþættingar uppsetning

Vefþjónustuslóð

Slóð fyrir vefþjónustu til að sækja og senda skjöl frá skeytamiðlara. Sjálfgefin slóð er https://mtls.centara.com/api/document/eBC/

Vefþjónustuslóð til að mynda pdf

Slóð sem er notuð til að mynda PDF sem er birt í "Rafræn skjöl á innleið" og innkaupa síðum. Sjálfgefin slóð er : https://api.centara.com/peppol/

Slóð á skeytavef

Færslur til að uppfæra í einu

Hámark sendinga

Segir til um hversu oft á að reyna að senda skilaboð ef ekki næst samband við vefþjónustu.

Móttaka skilaboð

Ef virkjað þá stofnast Vefþjónusta innan Business central sem getur tekið við skjölum frá skeytamiðlara frekar en að láta verkröð um að sækja þau. SKeytamiðlari mun þá senda skeytin þegar þau berast beint inní Business central.

Eyða skilaboðum eftir sendingu

Ef virkjað þá mun kerfið eyða skilaboðum úr Courier Skilaboð þegar þau hafa verið send.


Fyrsta uppsetning

Ef þú varst að klára uppsetningarálf er gott að fara aftur yfir eftirfarandi stillingar:

  • Að skilríki séu til staðar

  • Gildistíma skilríkja

  • Að "Sækja skjöl sjálfkrafa" sé virkt

  • Að "Senda skjöl sjálfkrafa" sé virkt

  • Sjálfgefinn landakóta

  • Að vefþjónustuslóðir vísi á Centara eða þjónustuaðila

Ábending til ráðgjafa: Ráðgjafar sem tengjast við umhverfi viðskiptavina í gegnum Partner Center eru svokallaðar "Delegated Admins".
Microsoft leyfir þeim ekki að keyra verkraðir og ráðgjafar verða því að fá notanda hjá viðskiptavini til að virkja "Sækja skjöl sjálfkrafa" og "Senda Skjöl Sjálfkrafa".

Did this answer your question?