Skip to main content

Uppsetning með álfi (Setup Wizard)

Uppsetningar álfur verður aðgengilegur þegar það er búið að lesa viðbæturnar fyrir eMessaging inn í Business Central.

Hákon Davíð Halldórsson avatar
Written by Hákon Davíð Halldórsson
Updated over 3 months ago

Þegar eMessaging viðbætur hafa verið lesnar inn í Business Central birtast skilaboð efst á vinnuborði þar sem er boðið upp á að keyra álf fyrir uppsetningu á kerfinu.

Álfurinn keyrist þegar smellt er á hlekkinn í skilaboðunum en einnig er hægt að nálgast hann undir "Uppsetning með hjálp" í stillingavalmyndinni.

Keyra álfinn fyrir Centara eMessaging

Í álfinum eru sjálfgefnar stillingar, m.a. fyrir VSK Skema og VSK Kóta skilgreindar fyrirfram og geta notendur eða ráðgjafar aðlagað stillingar eins og þarf til að mæta þörfum fyrirtækisins.

Ábending: Ef álfurinn er ekki keyrður strax eftir að viðbótin er lesin in í Business Central er best að skipta um hlutverk í stillingum yfir í Centara skjöl.


Síða 1: Almennar stillingar

Á fyrstu síðu í álfinum er verið að stilla grunnvirkni kerfisins. Hér er búið að fyrirfram stilla lausnina til að gagnast flestum en í einhverjum tilfellum gæti verið æskilegt að breyta.

Álfur fyrir Centara eMessaging

Ábending til ráðgjafa: Ráðgjafar sem tengjast við umhverfi viðskiptavina í gegnum Partner Center eru svokallaðar "Delegated Admins".
Microsoft leyfir þeim ekki að keyra upp verkraðir. Rágjafar verða því að slökkva á "Sækja skjöl sjálfkrafa" og "Senda Skjöl Sjálfkrafa" áður en lengra er haldið. Það má klára uppsetninguna og svo fá notanda sem er með fullt leyfi til að keyra upp þessar verkraðir.!

Aðgerð

Lýsing á aðgerð

Hvenær á þetta við?

Sækja skjöl sjálfkrafa

Sækir í skjöl sjálfkrafa með verkröð frá Skeytamiðlara.

Mælt með í flestum tilfellum. Ef þú ert ráðgjafi skaltu slökkva á þessu.

Senda skjöl sjálfkrafa

Sendir skjöl sjálfkrafa með verkröð til Skeytamiðlara. Sjá athugasemd að ofan

Mælt með í flestum fyrirtækjum. Ef þú ert ráðgjafi skaltu slökkva á þessu.

Auðkenni til að móttaka skjöl

Takmarkar auðkenni fyrirtækisins sem er að taka á móti skjölum þegar það eru fleiri en eitt fyrirtæki í umhverfinu. Auðkenni fást hjá Centara eða á þjónustuvef skeytamiðlara. Ef reiturinn er tómur eru öll skeyti sótt.

Þegar fyrirtæki eru með mörg félög í BC og vilja eingöngu taka á móti ákveðnum auðkennum í þetta félag þá er þetta fyllt út með auðkenni fyrirtækisins sem á að fá skeyti. Hægt er að vera með fleiri en eitt auðkenni og er sett "," á milli auðkenna

Virkja ytri viðhengi

Keyrir aðgerð sem færir viðhengi úr Business Central yfir í ytri geymslu, breytir vísun á viðhengi í grunni og virkjar verkröð sem framkvæmir þess aðgerð reglulega.

Fyrirtæki sem taka á móti mörgum viðhengjum og hafa keypt geymslu fyrir utan Business Central virkja þessa stillingu til þess að geyma viðhengi hjá skeytamiðlara.

Nota kennitölu lánardr. sem Nr. Lánardr

Afritar kennitölu af rafrænum reikning í númerareit á lánadrottnaspjaldi þegar nýr lánadrottinn er stofnaður út frá rafrænum reikningi.

Þegar fyrirtæki notar kennitölu lánadrottna sem númer lánadrottna.

Nota auðkenni fyrirtækis sem númer viðskiptamanns

Afritar kennitölu af rafrænum reikning í númerareit á viðskiptamannaspjaldi þegar nýr viðskiptamaður er stofnaður út frá rafrænni pöntun.

Þegar fyrirtæki notar kennitölu viðskiptamanna sem númer viðskiptamanna.

Fylla út Yðar Tilvísun sjálfkrafa

Í nýjustu útgáfu BC er krafa að fylla út "Yðar Tilvísun" reit á sölureikningshaus til að bóka. Þessi valmöguleiki afritar Reiknings Nr yfir í Yðar Tilvísun sjálfkrafa.

Í lang flestum tilfellum ætti þetta að vera virkt. Undantekningartilvik eru þegar þegar það er búið að skrifa aðra sérvirkni sem fyllir út í þennan reit.

Leita eftir vörunúmer seljanda

Kerfið leitar fyrst eftir vörunúmeri Lánadrottins í reitnum "Nr." við móttöku reikninga áður en það leitar í reitnum "Vörunúmer seljanda"

Þegar fyrirtækið þitt notar sama vörunúmer og birgjarnir sem eru að selja þér. Þá þarf ekki að búa til sérstakar stýringar fyrir viðkomandi vörur af því að númerin eru þegar í þínu kerfi.

Mynda PDF af söluskjali sem viðhengi

"Prentar" PDF skjal við bókun reiknings og hengir við rafræna reikninginn. Getur verið gagnlegt fyrir viðtakendur.

Í nánast öllum tilfellum. Undantekning gæti verið ef að viðhengi eru mjög stór sem getur valdið kostnaði hjá móttakanda. ATH að Centara rukkar ekki fyrir viðhengi en aðrir skeytamiðlarar gætu gert það.

Sjálfgefin landakóti

Hér þarf að setja landakóða þess lands sem fyrirtækið starfar í (IS fyrir Ísland). Kerfið notar þennan kóða þegar það myndar rafræna reikningar eða pantanir ef það vantar landakóða á spjald viðskiptamanns eða lánadrottins.

Ætti í flestum tilfellum að vera virkt nema ef fyrirtæki selur lítið eða ekkert innanlands. Ef þetta er tómt þarf að gæta sérstaklega að því að það sé alltaf fyllt út í landakóða á spjöldum viðskiptavina og lánadrottna því annars falla rafrænir reikningar og pantanir á sannreyningu og berast ekki við viðtakanda.

Stilltu sjálfgefna skatttegund

Ef þetta er virkt fyllir kerfið sjálfkrafa út Skattaflokkanir í VSK-bókunargrunni.

Mælt með fyrir öll fyrirtæki til þess að koma í veg fyrir ógilda PEPPOL reikninga.

Uppfærðu ISO-kóða og VSK-kerfi

Þessi keyrsla uppfærir töflur í Business Central með sjálfgefnum gildum fyrir ISO kóða og VSK uppsetningu.

Mælt með fyrir öll fyrirtæki til þess að koma í veg fyrir ógilda PEPPOL reikninga.

Fjárhagslykill afrúnnunar

Skilgreinir fjárhagslykil sem er notaður t.d. þegar tekið er á móti reikningi þar upphæðir hafa annan fjölda aukastafa í þínu fyrirtæki. Þá getur myndast mismunur í aurajöfnun og ef svo er stofnar kerfið nýja línu í innkaupaskjali og notar þennan lykil.

Ætti að vera útfyllt nema ef það er ekki vilji að mynda sér línu í innkaupaskjali. Þá skal skilja þennan reit eftir auðan.

Vörutilvísanir vöru

Segir til um hvernig á að að flétta upp vörum á rafrænum reikningi. Hægt að velja að nota:

  • Vörutilvísanir (e. item references)

  • Vörunúmer Lánardr á vöru spjaldi

  • Bæði

  • Ekkert

Notast þegar það er verið að bóka á birgðir og fyrirtækið vill láta flétta vörum á reikningi sjálfkrafa upp í vörugrunni. Nota skal:

  • Vörutilvísanir þegar A

  • Vörunúmer Lánadr. þegar B

  • Bæði þegar C

  • Ekkert þegar D


Síða 2: Stillingar reikninga

Á næstu síðu í álfinum er stillt hvernig lausnin hagar sér þegar reikningar og pantanir myndast í kerfinu.

Síða 2

Aðgerð

Lýsing á aðgerð

Hvenær á þetta við?

Sendir sölureikninga til Centara

Myndar rafræn skjöl við bókun reikninga og sendir rafræna reikninga áfram á skeytamiðlara.

Þetta þarf að vera virkt ef fyrirtæki vill senda rafræna reikninga á viðskiptamenn

Sendir sölukreditreikninga til Centara

Myndar rafræn skjöl við bókun kreditreikninga og sendir rafræna kreditreikninga áfram á skeytamiðlara

Þetta þarf að vera virkt ef fyrirtæki vill senda rafræna kreditreikninga á viðskiptamenn

Senda söluskjöl í PEPPOL sjálfkrafa

Þessi valmöguleiki virkjar verkraðir í kerfinu, svo að rafrænir reikningar myndast sjálfkrafa og sendist yfir í skeytamiðlara.

Þetta ætti að eiga við í flestum tilfellum, nema ef að fyrirtæki vill einhverra hluta ekki senda rafræn skjöl sjálfkrafa.

Virkja verkröð fyrir bókhaldslykla

Sendir bókhaldslykla yfir til skeytamiðlara. Þetta er svo að lyklatréð sé líka til í skeytamiðlara svo möguleiki sé að mæla með bókhaldslyklum.

Fyrirtæki sem vilja hámarka virðið í lausninni og fá tillögur að lyklun við innlestur ættu að hafa þetta virkt.

Samstilla birgðir

Samræmir birgðir í Shopify og/eða WooCommerce við birgðir í Business Central

Á við þegar fyritæki vilja vera með samræmdar birgðir í vefverslunar lausn og í Business Central.

Kóti birgðageymslu

Notar uppgefinn kóta birgðageymslu til þess að samræma við birgðastöðu í vefverslunar lausn. Eingöngu hægt að fylla út þegar "Samstilla birgðir" er virkt.

Ef fyrirtæki vill nota ákveðna birgðageymslu í BC til að samstilla birgðir við vefverslunar lausn er viðkomandi kóti settur í þennan reit. Ef þetta er autt hvað þá?


Síða 3: Skilríki

Á þessari síðu eru skilríki til að tengjast vefþjónustum Centara sett upp. Notast er við mTLS auðkenningu. Skilríkin eru nauðsynleg til þess að nota lausnina.

Skilríkin eru sótt á þjónustuvef fyrir skeytamiðlun.

ATH! Þessi síða birist ekki ef álfurinn hefur verið keyrður áður, eða ef skílríki hefur verið lesið inn á annan máta. Ef það þarf að skipta skilríkinu út er hægt að gera það í "Centara Uppsetning" undir "Aðgerðir".

Álfur fyrir Centara eMessaging

Þegar skilríki hefur verið sótt er það lesið inn með því að smella á "Veldu skrá".

ATH! Ef skilríki er útrunnið þegar lausnin er sett upp mun kerfið ekki ná að tengjast við vefþjónustu. Gætið þess í slíkum tilfellum að sækja nýtt skilríki áður en álfinum er lokað.


Síða 4: Uppsetningu lokið!

Hér má smella á "Ljúka" til að loka álfinum. Grunnuppsetningu er nú lokið og hægt að senda og taka á móti rafrænum reikningum. Næstu skref snúa að því að stilla hvernig er unnið með reikninga og pantanir inni í kerfinu sjálfu.

Did this answer your question?